Heimir Hallgrímsson tók við írska landsliðinu í sumar en hans fyrsti leikur með liðið var gegn Englandi í dag. Heimir þekkir það að vinna England líkt og hann og Lars Lagerback sýndu á Evrópumótinu 2016 en í þetta sinn þurfti Eyjamaðurinn að sætta sig við 2-0 tap.
Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir englendinga þegar Declan Rice skoraði. Skömmu síðar bætti Jack Grealish við og England leiddi 2-0 í hálfleik.
Það sem vakti athygli er að Declan Rice og Jack Grealish völdu enska landsliðið fram yfir það írska á sínum tíma. Þeir verða seint taldir vinsælir í Írlandi en það var ekki tekið vel á móti þeim.
Declan Rice fagnaði ekki sínu marki á meðan Jack Grealish fagnaði sínu marki vel og innilega með stuðningsmönnum Englands. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir íra lagði Rice markið hans Grealish upp.
Englendingarnir silgdu síðan sigrinum heim í seinni hálfleik og lokatölur 2-0 fyrir England í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni.
Í öðrum leikjum vann Georgía góðan 4-1 sigur á Tékkum. Færeyingar gerðu 1-1 jafntefli við Norður Makedóníu eftir að hafa tekið forystuna snemma leiks. Bæði mörkin úr þeim leik komu úr vítaspyrnum.
Síðan unnu moldóvar Möltu 2-0 og armennar unnu Lettland 4-1.
Fjórir aðrir leikir í Þjóðadeildinni fara fram í kvöld klukkan 18:45.
A deild
Írland 2-0 England
Declan Rice ('11)