Portúgalska goðsögnin Cristiano Ronaldo skoraði tvennu í stórsigri Portúgal gegn Armeníu í undankeppni HM á dögunum.
Fyrir leikinn var haldin mínútuþögn til að minnast Diogo Jota sem lést ásamt bróður sínum í bílslysi í sumar. Jota klæddist treyju númer 21 fyrir Portúgal og skoraði Ronaldo á 21. mínútu gegn Armenum.
Vinstri bakvörðurinn Nuno Tavares kom inn af bekknum í seinni hálfleik og kláraði leikinn. Hann fór í stutt viðtal að leikslokum og talaði um að leikmenn landsliðsins viti að Diogo Jota sé með þeim í anda.
„Við erum allir mjög ánægðir útaf því að þetta sýnir að hann er með okkur. Hann var með okkur í þessum leik og gerði Ronaldo kleift að skora á þessari stundu," sagði Tavares. „Hann mun alltaf vera með okkur. Það sást skýrt í dag."
Ronaldo er núna búinn að skora 140 mörk í 222 landsleikjum með Portúgal.
Athugasemdir