Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlaði aldrei til Chelsea: Grínuðumst með að flytja til Englands
Mynd: EPA
Chelsea reyndi að kaupa Fermín López úr röðum Barcelona undir lok sumargluggans en mistókst ætlunarverk sitt.

Enska stórveldið lagði fyrst fram 40 milljón evru tilboð sem var hafnað af Barcelona. Næst lagði Chelsea fram 65 milljón evru tilboð og þá hefðu Spánarmeistararnir getað gefið grænt ljós á félagaskiptin, en López vildi ekki fara.

„Það hefur alltaf verið í forgangi fyrir mig að vera hjá Barcelona. Þetta hefur verið draumafélagið mitt síðan ég var barn. Auðvitað er það jákvætt þegar önnur félög sýna manni áhuga, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei viljað yfirgefa Barcelona. Ég vil ná árangri hérna," sagði López þegar hann var spurður út í kauptilboðið frá Chelsea.

„Ég býst við að vera hérna út samninginn minn hið minnsta. Hann gildir til 2029."

Lamine Yamal var einnig spurður út í kauptilboðið frá Chelsea og svaraði með bros á vör.

„Við vorum að grínast með honum um að flytja til Englands, en hann er ánægður hjá Barcelona. Það vill enginn fara héðan. Við töluðum stuttlega við hann um tilboðið frá Englandi og hann sagðist ekki vilja flytja."

López er 22 ára sóknartengiliður sem kom að 18 mörkum í 46 leikjum með Barca á síðustu leiktíð. Hann kom oftast inn af bekknum þar sem hann er ekki með fast byrjunarliðssæti hjá stórveldinu.

   30.08.2025 16:45
Chelsea býður 40 milljónir fyrir leikmann Barcelona

Athugasemdir
banner
banner