Það hefjast fimm leikir á sama tíma í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Í kvöld er einn stórleikur á dagskrá þegar Tyrkland tekur á móti Spáni og eru ýmsar stórstjörnur sem stíga þar til sviðs.
Hakan Calhanoglu ber fyrirliðaband Tyrkja og má finna ungstirnin Kenan Yildiz og Arda Güler meðal byrjunarliðsmanna. Altay Bayindir markvörður Manchester United er á bekknum ásamt Ferdi Kadioglu varnarmanni Brighton.
Arsenal, Athletic Bilbao og Barcelona eiga aftur á móti flesta fulltrúa í byrjunarliði Spánverja eða tvo hvert, en Mikel Oyarzabal, sem berst við Orra Stein Óskarsson um byrjunarliðssæti hjá Real Sociedad, leiðir framlínuna.
Belgía og Þýskaland eiga þá heimaleiki gegn Kasakstan og Norður-Írlandi en þetta verða að teljast skyldusigrar fyrir heimamenn.
Charles De Ketelaere leiðir sóknarlínu Belga með Kevin De Bruyne í holunni fyrir aftan sig og Loïs Openda á bekknum.
Á sama tíma leiðir Nick Woltemade sóknarlínu Þjóðverja með Florian Wirtz fyrir aftan sig. Jamie Leweling byrjar á vinstri kanti og er Pascal Gross valinn á miðjuna framyfir Angelo Stiller og Leon Goretzka sem áttu lélegan leik í Slóvakíu.
Að lokum tekur Lúxemborg á móti Slóvakíu og Pólland spilar spennandi leik við Finnland í toppbaráttu G-riðils.
Tyrkland: Cakir, Muldur, Demiral, Bardakci, Elmali, Yuksek, Calhanoglu, Akgun, Guler, Yildiz, Akturkoglu
Varamenn: Bayindir, Gunok, Celik, Gul, Aydin, Akaydin, Kadioglu, Kahveci, Kokcu, Ozcan, Soyuncu, Uzun
Spánn: Simon, Porro, Le Normand, Huijsen, Cucurella, Merino, Zubimendi, Pedri, Yamal, Williams, Oyarzabal
Varamenn: Raya, Remiro, Rodri, Torres, Olmo, Lopez, Morata, Grimaldo, Garcia, Cubarsi, Carvajal, De Frutos
Belgía: Courtois, Castagne, Debast, Theate, De Cuyper, Raskin, Tielemans, De Bruyne, Trossard, Doku, De Ketelaere
Varamenn: Sels, Vandervoordt, Batshuayi, De Winter, M. Fofana, Mechele, Meunier, Moreira, Openda, Saelemaekers, Vanaken, Vanhoutte
Þýskaland: Baumann, Anton, Koch, Rudiger, Raum, Kimmich, Gross, Gnabry, Wirtz, Leweling, Woltemade
Varamenn: Dahmen, Nubel, Tah, Stiller, Collins, Nebel, Mittelstadt, Goretzka, Beier, Andrich, Amiri, Adeyemi
Athugasemdir