Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 07. september 2025 18:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Daníel Leó Grétarsson svaraði spurningum í viðtali þar sem hann ræddi um leik Íslands gegn Aserbaídsjan og svo leikinn sem er framundan í Frakklandi á þriðjudagskvöldið.

Ísland vann 5-0 gegn Aserum og byrjaði Daníel Leó í hjarta varnarinnar. Hann er ekki sammála fólki sem segir Aserana hafa spilað hörmulegan leik, hann er frekar á því að Ísland hafi spilað frábæran leik.

„Það eru margir að tala um að þeir hafi eitthvað spilað illa en mér fannst við bara eiga mjög góðan leik," sagði Daníel Leó sem er mjög spenntur að mæta Frökkum. „Maður er í þessu fyrir þessa leiki, að máta sig við bestu leikmenn heims. Við ætlum að gera okkar besta og reyna að stríða þeim. Við erum með háleit markmið."

Daníel Leó gæti fengið það hlutverk að passa upp á Kylian Mbappé, einn af allra bestu fótboltamönnum í heimi.

„Það verður örugglega frábært að eiga við Mbappé. Hann má eiga það að hann er fljótur en við höfum fulla trú á okkar hæfileikum og það fleytir manni langt."

Daníel ræddi svo mikið um dvöl sína hjá Sönderjyske í efstu deild danska boltans þar sem hann hefur verið að gera frábæra hluti í vinstri bakvarðarstöðunni þó hann sé miðvörður að upplagi.

   06.09.2025 16:30
Mbappe jafnaði Henry

Athugasemdir
banner
banner
banner