Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   sun 07. september 2025 18:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson var meðal bestu leikmanna Íslands í 5-0 sigri gegn Aserbaídsjan í undankeppni fyrir HM.

Hann skoraði tvennu í sigrinum og var ekki langt frá því að fullkomna þrennuna sína. Seinna markið hans var einstaklega laglegt þegar hann skoraði eftir frábæra sókn íslenska liðsins þar sem Aserarnir voru gjörsamlega sundurspilaðir.

„Ég er búinn að sjá þetta mark svoldið oft, það sást líka á því hvernig við fögnuðum eftir markið. Þetta er mjög flott mark og ég er ótrúlega stoltur af því. Þetta er bara einnar snertingar fótbolti og mér fannst síðasta sendingin frá Jóni Degi alveg geggjuð, að halda sér rólegum og gefa hann á mig þarna. Ég gef honum mesta kreditið," sagði Ísak kátur í viðtali við Fótbolta.net, en hann er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan í Frakklandi.

„Auðvitað verðum við miklu minna með boltann og í lágu blokkinni en við munum líka fá okkar tækifæri. Frakkar eru ekki besta pressulið í heimi þannig að við þurfum líka að vera rólegir á boltanum og reyna að skapa færi. Þau verða ekki mörg skiptin sem við fáum að gera það en við verðum að nýta okkar færi. Núna fáum við alvöru 'test' að æfa varnarleikinn. Við ætlum ekki að vera þarna eins og einhverjar keilur, við ætlum að reyna að ná í eitt stig ef ekki þrjú."

Ísak segir að liðið muni sakna Alberts Guðmundssonar vegna gæða hans en bendir á að það eru margir aðrir góðir leikmenn í landsliðshópnum sem geta stigið upp og leikið svipað hlutverk.

Ísak leikur með Köln í efstu deild þýska boltans og segir að hugmyndafræðin hjá þjálfara liðsins sé mjög svipuð og hjá Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara.

Hann ræðir einnig um tenginguna við Hákon Arnar Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson sem byrjuðu með honum á miðjunni gegn Aserbaídsjan, en þeir eru allir Skagamenn þó að Stefán Teitur sé nokkrum árum eldri.

„Það gerist ekki oft sem þrír leikmenn úr sama félagi byrji leik saman á miðjunni fyrir íslenska landsliðið. Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri fyrir þá."
Athugasemdir
banner
banner