Úkraínski landsliðsmaðurinn Georgiy Sudakov segir að íbúðin sín í Kyiv, höfuðborg Úkraínu sé alvarlega sködduð eftir drónaárás Rússlandshers meðan hann var að spila fyrir Úkraínu í landsleikjahlénu. Ólétt eiginkona hans sem er komin langt á leið, móðir og dóttir voru heima.
Sudakov er 23 ára gamall og birti myndir og myndbönd af íbúðinni á Instagram síðu sinni. Fjölskylda hans særðist ekki í árásinni.
Volodymyr Zelensky, forsætisráðherra Úkraínu, tók fram að fjórar manneskjur létust og 44 særðust í árás Rússa.
Sudakov leikur með Benfica í portúgalska boltanum eftir félagaskipti frá Shakhtar Donetsk í ágúst. Benfica fær leikmanninn á lánssamningi með kaupskyldu og borgar á milli 25 og 30 milljónir evra til að kaupa miðjumanninn sóknarsinnaða.
Sudakov var í byrjunarliði Úkraínu sem tapaði gegn Frakklandi í fyrstu umferð í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM. Ísland er í sama riðli.
„Ástandið í landinu er erfitt og í hvert skipti sem við spilum fyrir landsliðið finnum við fyrir mikilli ábyrgð og stolti. Við viljum gefa fólkinu heima eitthvað til að gleðjast yfir," sagði Sudakov meðal annars.
Athugasemdir