Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappé segir að Dembélé eigi að vinna Ballon d'Or
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kylian Mbappé er staddur með franska landsliðshópnum í landsleikjahlénu sem sigraði gegn Úkraínu fyrir helgi og tekur á móti Íslandi á þriðjudagskvöldið.

Hann hefur verið duglegur að svara spurningum frá fréttamönnum og ræddi meðal annars um Ballon d'Or.

Mbappé er einn af þeim sem eru tilnefndir til verðlaunanna í ár en hann telur sjálfan sig ekki eiga skilið að vera krýndur sem besta fótboltamann heims fyrir síðustu leiktíð. Hann telur að Ousmane Dembélé, fyrrum liðsfélagi sinn hjá PSG, eigi heiðurinn frekar skilið. Þeir eru báðir lykilmenn í franska landsliðinu.

„Ousmane á skilið að hreppa verðlaunin í ár, ég hef stutt hann alla leið. Ef þetta væri undir mér komið þá myndi ég persónulega mæta með Ballon d'Or heim til hans!" sagði Mbappé við Telefoot.

Síðar var hann spurður út í hverja hann telur vera sigurstranglegasta í Meistaradeild Evrópu.

„Ég mun alltaf segja Real Madrid. Það er mikið af góðum liðum í Evrópu, við sáum það á síðustu leiktíð með þessu nýja deildarkerfi. Keppnin verður ennþá skemmtilegri í ár," sagði Mbappé við BILD.

   07.09.2025 15:30
„Mun aldrei hætta að borða hamborgara og pítsur eftir leiki“

Athugasemdir