Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Paul Ince: Svörin sem de Gea gaf til skammar
Ince segir Pochettino hafa átt að taka við af Mourinho
Mynd: Getty Images
Paul Ince í treyju Wolves.
Paul Ince í treyju Wolves.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að upplifa slæma tíma þessa daganna, það finnst allavega flestum stuðningsmönnum liðsins.

David de Gea er sammála því þar sem hann segir tímana nú vera þá erfiðustu sem hann hafi upplifað sem leikmaður félagsins. Liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sjá einnig: De Gea: Við erum Manchester United

Paul Ince, fyrrum leikmaður United, tjáði sig um viðtalið sem de Gea fór í við Sky Sports í gær og gagnrýndi de Gea harðlega fyrir viðtalið.

„Ég horfði á viðtalið og varð orðlaus. Hann á að vera einn af leiðtogunum. Ef þetta hefði verið Peter Schmeichel í þessu viðtali hefðiru aldrei fengið svona viðtal," sagði Ince við Paddy Power.

„Í stað þess að tjá sig um hvað væri að og hvert liðið stefni fannst mér hann alltaf ekki hafa hugmynd. Þetta er einn af bestu leikmönnunum sem er nýbúinn að framlengja. Hann lítur út fyrir að vita nákvæmlega ekkert hvað er að gerast. Ef þú ert stuðningsmaður liðsins og hlustar á markmanninn þá áttu rétt á því að vera hneykslaður."

Ince hélt áfram að tjá sig og sagði að Mauricio Pochettino hefði átt að verða næsta stjóri liðsins þegar Jose Mourinho var rekinn og Ole Gunnar Solskjaer ráðinn.

„Mér fannst alltaf að Pocchetino (stjóri Tottenham) hefði átt að taka við. Hann er stjóri í hæsta gæðaflokki. Að ráða Ole var meiri áhætta en að ráða Poch. Poch hefði líka upplifað vandræðin og hefði þurft nokkra félagskiptaglugga til að hreinsa út leikmenn. Ef Poch sýnir áhuga núna í framhaldinu verða stjórnarmenn að hugsa stöðuna vandlega," sagði Ince að lokum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner