Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 07. október 2019 22:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zaha ætlar að lögsækja umboðsmanninn sem kom honum ekki burt
Wilfried Zaha ætlar, samkvæmt Daily Mail að lögsækja umboðsmanninn sem mistókst að koma honum frá herbúðum Crystal Palace í sumar.

Sjá einnig: Zaha rekur umboðsmann sinn

Zaha er búinn að ráða lögfræðinga frá skrifstofu í Manchester til að sjá um málið frá sinni hlið.

Sögusagnir segja að umboðsmaðurinn og Steve Parish, stjórnarformaður Palace, séu vinir og það á að hafa gert umboðsmanninum erfiðara fyrir að losa leikmanninn.

Zaha er ekki parsáttur með vinnubrögðin en hann var orðaður við bæði Arsenal og Everton í sumar.

Zaha skrifaði undir fimm ára samning í fyrra og félagið er því í sterkri stöðu þegar kemur að því að halda vængmanninum áfram.
Athugasemdir