Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Sádarnir ætla að reka Bruce
Mohammed bin Salman
Mohammed bin Salman
Mynd: Getty Images
Fjárfestar frá Sádi-Arabíu eru við það að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle eins og greint var frá í gær.

Sádarnir hafa í talsverðan tíma reynt að eignast félagið en lent í ýmsum hindrunum. Nú hafa þeir hinsvegar fengið grænt ljós frá ensku úrvalsdeildinni og kaupin eru að ganga í gegn.

Talað er um að yfirtakan gæti mögulega verið tilkynnt í dag.

Mirror segir ljóst að eigendaskiptin munu gera það að verkum að Steve Bruce verður rekinn. Bruce er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Newcastle og nýir eigendur vilja fá sinn stjóra inn.

Þá er talið að 250 milljónum punda verði eytt í að bæta innviði félagsins og kaupa inn nýja leikmenn.

Krónprinsinn Mohammed Bin Salman er einn aðalmaðurinn á bak við kaupin á Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner