Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne sama um hræðilega tölfræði City á Anfield
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Manchester City heimsækir Liverpool.

Þetta eru tvö efstu liðin og þau tvö lið sem búist er við því að berjist um Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Man City hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og aðeins unnið leik þar frá 1981. Síðasti sigur liðsins á Anfield kom árið 2003.

Kevin de Bruyne, miðjumanni Manchester City, er sama um þessa vondu tölfræði.

„Mér er sama. Hvað getur leikmaður gert við svona tölfræði?" sagði hann við Sky Sports.

„Þetta er eins og hver annar leikur. Við vitum að þetta er stór leikur - Liverpool er á undan okkur. Fólk hefur verið að tala um leikinn alla vikuna, en við vinnum bara okkar vinnu, höldum ró og undirbúum okkur."

Fyrir leikinn er Liverpool á toppnum með sex stigum meira en Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner