Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. nóvember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Ramsey bað Ronaldo afsökunar á að taka markið
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey, miðjumaður Juventus, hefur beðið Cristiano Ronaldo afsökunar á að hafa tekið af honum mark í 2-1 sigri gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Ronaldo tók aukaspyrnu sem Alvim Marinato í marki Lokomotiv missti. Ramsey kom á fleygiferð og potaði boltanum yfir línuna af stuttu færi en boltinn var þá á leiðinni inn.

Ronaldo hefur í gegnum tíðina raðað inn mörkum og Ramsey hefur beðist afsökunar á að hafa rænt hann marki í gær.

„Ég hélt að markvörðurinn væir mun nær mér og ætti möguleika á að skutla sér og hreinsa," sagði Ramsey eftir leikinn í gær.

„Innsæið mitt tók yfir og ég vildi vera viss um að boltinn myndi fara yfir línuna. Ég hef beðið Cristiano afsökunar."

Sjá einnig:
Myndband: Rændi Ramsey aukaspyrnumarki af Ronaldo?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner