Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. nóvember 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rekinn af velli fyrir að drepa kjúkling
Mynd: Getty Images
Króatíski leikmaðurinn Ivan Gazdek var rekinn af velli í leik NK Jelengrad gegn Jasennovac á laugardaginn.

Liðin leika í neðrideild í Króatíu en það sem vekur athygli er hvers vegna Ivan var rekinn af velli. Ivan drap kjúkling sem var á vappi á samt fleiri kjúklingum við völlinn sem leikurinn fór fram á.

Ian sparkaði í kjúklinginn og henti hræinu yfir girðingu sem kjúklingarnir voru við. Dómari leiksins rak Ivan af velli fyrir óíþróttamannslega framkomu.

„Ég ætlaði mér ekki að gera þetta en mér fannst ég þurfa að koma í veg fyrir að kjúklingarnir kæmu alltaf inn á völlinn okkar. Völlurinn er allur út í skít eftir þá. Ætlunin var aldrei að drepa kjúklinginn," sagði Ivan aðspurður um atvikið.

Ivan segir að konan sem átti kjúklinginn hafi ekki kvartað undan þessu en hann hafi þó haft samband við hana og beðist afsökunar. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, varað er við því að þetta er ekki fyrir viðkvæma.


Athugasemdir
banner
banner
banner