Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fim 07. nóvember 2024 18:09
Kári Snorrason
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum sem eru nú komnir með sex stig í Sambandsdeildinni. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

„Stór sigur, sex stig. Það er örugglega meira en flestir hefðu vonað, þar að segja aðrir en við. Mér leið vel inn á vellinum allan tímann. Mér fannst við vera með yfirhöndina allan tímann, þetta var nokkuð þægilegur sigur."

„Ég held að einn sigur eða eitt jafntefli í viðbót gæti tryggt okkur í umspilið. Við stefnum á að taka næstu leiki, það er hundrað prósent. Ég var búinn að heyra að sjö stig gætu dugað. Við ættum samt að stefna á níu stig. Taka alla heimaleikina, miðað við hvað við erum að spila vel."

Sambandsdeildin er stór gluggi fyrir leikmenn Víkings.

„Þetta er risastór gluggi fyrir alla, það er pressa að standa sig. Maður reynir að standa sig í öllum leikjum. En þetta er stór keppni og maður er meðvitaður um það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner