Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   fim 07. nóvember 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvissa í kringum Sami Kamel
Lengjudeildin
Sami Kamel.
Sami Kamel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína en hann hefur leikið síðustu tvö árin með Keflavík.

Kamel er núna að verða samningslaus um áramótin en það er óvissa með hvað gerist næst; hvort að hann verði áfram í Keflavík eða fari eitthvað annað.

Síðastliðið sumar var mikið rætt um áhuga á Kamel en það var rætt og skrifað um að KA og ÍA hefðu sýnt honum áhuga.

KA gerði í hann tilboð um mitt sumar sem var hafnað. Tilboðið hljóðaði upp á tvær milljónir króna.

Keflavík hélt í Kamel með þá von um að komast upp í Bestu deildina en liðið missti af því eftir tap gegn Aftureldingu í umspilinu.

Kamel, sem er þrítugur sóknarmiðjumaður, skoraði átta mörk í 22 leikjum síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner