Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   fim 07. nóvember 2024 08:43
Elvar Geir Magnússon
Sauma þurfti tíu spor í andlit Cubarsi
Cubarsi fékk heldur betur ljótan skurð.
Cubarsi fékk heldur betur ljótan skurð.
Mynd: Barcelona
Pau Cubarsi er í „fínu lagi" segir Hansi Flick stjóri Barcelona.

Hinn sautján ára gamli Cubarsi þurfti að fara af velli á 67. mínútu í 5-2 sigri Barcelona gegn Rauðu Stjörnunni í Belgrad í gær. Þegar Cubarsi var að skalla boltann frá eftir hornspyrnu fékk hann takkana undir skóm Uros Spajic í andlitið í baráttunni.

Cubarsi fékk aðhlynningu á vellinum áður en hann var tekinn af velli með andlitið blóðugt og ljótan skurð.

Sauma þurfti tíu spor í andlit Cubarsi en Barcelona birti mynd af honum frá sjúkrahúsinu þar sem stendur „Ég er í lagi!".

„Það þurfti að sauma hann en hann er í fínu lagi," sagði Flick eftir leikinn en Cubarsi er einn efnilegasti miðvörður heims og einn af fjölmörgum gríðarlega efnilegum leikmönnum Börsunga.




Athugasemdir
banner
banner
banner