Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Viggó áfram hjá ÍBV
Viggó Valgeirsson verður áfram í Eyjum
Viggó Valgeirsson verður áfram í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Viggó Valgeirsson hefur gert nýjan þriggja ára samning við Bestu deildar-lið ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á ÍBV Sport.

Viggó er 18 ára gamall og var með bestu ungu leikmönnunum í Lengjudeildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Þessi efnilegi leikmaður lék 18 leiki í Lengjudeildinni í sumar og skoraði eitt mark er Eyjamenn unnu deildina.

Hann lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki ÍBV seinni hluta síðasta tímabils en áður lék hann með KFS, venslafélagi ÍBV.

Eftir tímabilið í ár hreppti hann Fréttabikarinn en þann bikar hlýtur efnilegasti leikmaður ÍBV ár hvert.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner