Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. desember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - City og United berjast um Manchester
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski boltinn hefur verið í fullu fjöri síðustu vikuna og heldur veislan áfram í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar, sem eru í fallsæti eftir slaka byrjun á tímabilinu, taka á móti Chelsea í fyrsta leik helgarinnar.

Marco Silva var rekinn eftir 5-2 tap gegn Liverpool í miðri viku og mun Duncan Ferguson stýra Everton í dag.

Chelsea hefur verið að gera fína hluti á tímabilinu undir stjórn Frank Lampard og situr í fjórða sæti sem stendur, þremur stigum eftir Manchester City og sex eftir Leicester.

Topplið Liverpool, sem er með átta stiga forystu, heimsækir Bournemouth sem er búið að tapa fjórum í röð í deildinni. Joel Matip og Nathaniel Clyne eru meiddir í herbúðum gestanna en heimamenn eru án níu leikmanna.

Tottenham fær þá Burnley í heimsókn og afar ólíklegt er að Jóhann Berg Guðmundsson verði í hóp gestanna vegna meiðsla. Á sama tíma á botnlið Watford, sem réði Nigel Pearson sem stjóra í gær, leik við Crystal Palace. Pearson verður þó uppi í stúku.

Lokaleikur dagsins er risaslagur þar sem Man City og Man Utd mætast í grannaslag. Ellefu stig skilja liðin að í efri hluta deildarinnar en Rauðu djöflarnir hafa verið seigir gegn stórliðunum hingað til á leiktíðinni. Sigur í dag myndi þó hjálpa Liverpool í titilbaráttunni.

Leikir dagsins:
12:30 Everton - Chelsea (Síminn Sport)
15:00 Bournemouth - Liverpool (Sjónvarp Símans)
15:00 Tottenham - Burnley
15:00 Watford - Crystal Palace
17:30 Man City - Man Utd (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner