
Miðjumaðurinn Declan Rice missti af æfingu með enska landsliðinu í dag þar sem hann er veikur. England er að búa sig undir leik gegn heimsmeisturum Frakklands í 8-liða úrslitum á sunnudag.
Rice er lykilmaður og hefur byrjað alla fjóra leiki Englands í Katar.
Sóknarmaðurinn Callum Wilson, sem hefur verið notaður sem varamaður, æfði ekki heldur í dag en hann er að glíma við minniháttar vöðvaðmeiðsli.
Rice er lykilmaður og hefur byrjað alla fjóra leiki Englands í Katar.
Sóknarmaðurinn Callum Wilson, sem hefur verið notaður sem varamaður, æfði ekki heldur í dag en hann er að glíma við minniháttar vöðvaðmeiðsli.
Alls æfðu 22 leikmenn með enska landsliðinu í dag, Ben White yfirgaf hópinn í síðustu viku af persónulegum ástæðum og Raheem Sterling fór til Englands eftir að brotist var inn á heimili hans.
Athygli vakti í gær að Kylian Mbappe æfði ekki með franska landsliðinu en gefin var sú skýring að hann væri bara enn að ná leiknum gegn Póllandi úr sér.
Athugasemdir