Það eru tvær breytingar á liði Tottenham sem mætir West Ham í kvöld.
Cristian Romero kemur aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Pierre-Emile Hojbjerg kemur einnig inn í liðið. Emerson Royal og Bryan Gil detta út úr liðinu.
Alphonse Areola er ekki í leikmannahópi West Ham svo Lukasz Fabianski tekur hans pláss í markinu. Kurt Zouma er mættur aftur eftir að það hafi verið brotist inn til hans. Konstantinos Mavropanos sest á bekkinn.
Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Davies, Udogie, Bissouma, Lo Celso, Johnson, Kulusevski, Hojbjerg, Son.
West Ham: Fabianski, Coufal, Zouma, Aguerd, Emerson, Alvarez, Ward-Prowse, Kudus, Soucek, Paqueta, Bowen.
Athugasemdir