Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 14:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þórsarar að sækja fjóra leikmenn
Lengjudeildin
Orri Sigurjónsson
Orri Sigurjónsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fjórir leikmenn eru á leið til Þórs samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Orri Sigurjónsson er á heimleið en þessi 29 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Þór. Hann hefur spilað með Fram síðustu tvö tímabil en kom aðeins við sögu í fimm leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar.


Miðjumaðurinn Ibrahima Balde er einnig á leiðinni en þessi 28 ára gamli miðjumaður lék með Vestra síðustu tvö tímabil.

Þá eru markvörðurinn Franko Lalic frá Dalvík/Reyni og Juan Guardia, sem var öflugur með Völsungi í 2. deildinni í sumar, á leiðinni í Þorpið.

Komnir
Jón Jökull Hjaltason frá Þrótti Vogum (var á láni)
Pétur Orri Arnarson frá Kormáki/Hvöt (var á láni)

Farnir
Aron Einar Gunnarsson til Katar
Birkir Heimisson í Val
Marc Sörensen
Aron Kristófer Lárusson
Alexander Már Þorláksson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner