Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. janúar 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gæti gert tilboð í Van de Beek
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær íhugar að gera janúartilboð í Donny van de Beek, miðjumann Ajax. Þetta herma heimildir ESPN.

Solskjær vill styrkja miðsvæði Manchester United en grannarnir í Manchester City yfirspiluðu liðið í deildabikarnum í gær.

Ajax mistókst að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og telur United að það auki möguleika félagsins á að fá Van de Beek í þessum mánuði.

Þessi 22 ára hollenski landsliðsmaður var lykilmaður hjá Ajax þegar liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra. Hann er metinn á 50 milljónir punda af Hollandsmeisturunum.

Njósnateymi Manchester United telur að Van de Beek sé sóknarmiðjumaðurinn sem United þurfi og að hann geti orðið enn betri hjá félaginu.

Solskjær hefur einnig áhuga á að fá Hakim Ziyech, vængmann Ajax, en Van de Beek er ofar á óskalistanum þar sem mikil þörf sé á að styrkja miðsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner