
Breki Ómarsson hefur nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við ÍBV og verður hann ekki áfram hjá félaginu. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en gat fengið sig lausan.
Breki er 25 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Vestmannaeyjum og hefur til þessa leikið allan sinn feril þar.
Breki er 25 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Vestmannaeyjum og hefur til þessa leikið allan sinn feril þar.
Á síðasta tímabili byrjaði hann einungis einn leik og kom sextán sinnum inn á þegar ÍBV féll úr Bestu deildinni.
Hann fiskaði vítaspyrnu í Vesturbænum sem tryggði ÍBV stig og þá skoraði hann dramatískt jöfnunarmark gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir