Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 08. febrúar 2025 19:40
Sölvi Haraldsson
Þýskaland: Dortmund tapaði gegn Stuttgart - Markalaust hjá Leverkusen
Hugo Ekitike skoraði í kvöld.
Hugo Ekitike skoraði í kvöld.
Mynd: Frankfurt
Sex leikir fóru fram í þýsku Bundesligunni í dag.

Dortmund og Stuttgart mættust á Signal Iduna Park í dag þar sem staðan var markalaus í hálfleik. Stuttgart tók forystuna snemma seinni hálfleiks með sjálfsmarki og síðan bætti Jeff Chabot í forystuna skömmu síðar.

Julian Brandt minnkaði muninn þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum fyrir Dortmund sem náðu svo ekki að jafna leikinn. Lokatölur 2-1 Stuttgart í vil en undir lok leiks fékk Ryerson rautt spjald. Dortmund situr í 11. sæti deildarinnar.

Freiburg vann Heidenheim 1-0 með sigurmarki frá Vincenzo Grifo eftir 30. mínútnaleik.

Union Berlin vann sterkan og stóran 4-0 útisigur á Hoffenheim sem slítur þá frá fallpakkanum í bili.

Mainz og Augsburg gerðu markalaust jafntefli og Wolfsburg og Leverkusen gerðu það líka.

Borussia Mönchengladbach og Eintracht Frankfurt mættust í kvöld í hörkuleik. Kleindienst kom heimamönnum yfir eftir 26. mínútnaleik en 5 mínútum síðan jafnaði franski framherjinn Hugo Ekitike leikinn. Þetta reyndust vera einu mörk leiksins og loktatölur 1-1.

Borussia Dortmund 1 - 2 Stuttgart
0-1 Waldemar Anton ('50 , sjálfsmark)
0-2 Jeff Chabot ('61 )
1-2 Julian Brandt ('81 )
Rautt spjald: Julian Ryerson, Borussia D. ('89)

Hoffenheim 0 - 4 Union Berlin
0-1 Benedict Hollerbach ('24 )
0-2 Marin Ljubicic ('61 )
0-3 Andrej Ilic ('73 )
0-4 Benedict Hollerbach ('87 )

Freiburg 1 - 0 Heidenheim
1-0 Vincenzo Grifo ('30 )

Wolfsburg 0 - 0 Bayer Leverkusen

Mainz 0 - 0 Augsburg

Borussia Mönchengladbach 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Tim Kleindienst ('26 )
1-1 Hugo Ekitike ('31 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner