Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. mars 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kristján er fínn gæi en þegar hann er pirraður þá er hann handónýtur"
Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn.
Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Bjarni Jó, mynd er merkt 4. júlí 2006.
Bjarni Jó, mynd er merkt 4. júlí 2006.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Bjarni Jóhannsson, þjálfarinn þaulreyndi, var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu í síðustu viku. Bjarni fer þar yfir ferilinn sinn og segir skemmtilegar sögur, ásamt því að velja í Draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur þjálfað.

Eftir um klukkustundar spjall var komið að sumrinu 2006. Jói spurði hvort einhver þreyta hafi verið komin í samstarfið milli Bjarna og leikmanna Breiðabliks.

„Ég held að það hafi ekki verið þreyta í sambandi við leikmenn, frekar þreyta í sambandi við umgjörðina. Það voru búnir að vera sjö framkvæmdastjórar og ýmsir hlutir sem gengu ekki upp, svo sem leikmenn sem við áttum að fá en komu ekki o.s.frv."

„Svo spilaði inn í að ég var orðinn aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu. Kannski var þetta bara þreyta í mér og ég sá fram á að þetta yrði erfitt, var búinn að vinna fínt verk. Við vitum það að ef framkvæmdastjóri er ekki virkur, alltaf verið að skipta um, þá lendir alltaf meira á þjálfaranum. Einhvern veginn fékk ég nóg þarna."
sagði Bjarni um af hverju hann hætti með Breiðablik um mitt sumarið 2006.

Jói spurði hann út í Kristján Óla Sigurðsson sem var leikmaður Breiðabliks á þeim tíma. „Þú getur ekki logið því að mér að það hafi verið auðvelt að þjálfa hann."

„Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Kristján er fínn gæi, það er ekki það, en þegar hann er pirraður þá er hann handónýtur, bæði inn á velli og örugglega utan hans líka. Ég kunni alltaf vel við hann. Þetta var þannig að ungu strákarnir voru farnir að banka allhressilega á dyrnar og kannski farnir að ýta honum aðeins til hliðar."

„Við vitum alveg hvernig hugarfar hann er með og reyndist það okkur mjög gott þegar við fórum upp árið áður. Þá lék hann á als oddi og var fastamaður í liðinu. Svo þegar fer að halla undan fæti, eins og ég segi, þá var hann ekkert sérstakur,"
sagði Bjarni.

Kristján Óli Sigurðsson er hluti af læknateymi Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Bjarni er í dag þjálfari Njarðvíkur sem leikur í 2. deild í sumar.




Athugasemdir
banner
banner
banner