Robert Lewandowski er að eiga magnað tímabil með Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni.
Pólski markahrókurinn er búinn að skora 31 mark í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Hann skoraði þrennu þegar Bayern vann sigur á erkifjendum sínum í Borussia Dortmund á laugardag.
Lewandowski hefur leikið sína gömlu félaga grátt í gegnum tíðina því enginn leikmaður hefur skorað meira gegn Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni. Hann er búinn að skora 19 mörk í 14 leikjum, og það er ljóst að það verður engin stytta af honum reist í Dortmund.
Hann yfirgaf Dortmund á frjálsri sölu til að fara til Bayern árið 2014.
19 - No player in @Bundesliga_EN history scored as many goals against Borussia Dortmund as Robert #Lewandowski (@FCBayernEN , 19 goals in 14 appearances). Specialist. #FCBBVB pic.twitter.com/iry6s3T7UD
— OptaFranz (@OptaFranz) March 6, 2021
Athugasemdir