Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. mars 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski leikið sína gömlu félaga grátt
Robert Lewandowski er að eiga magnað tímabil með Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni.

Pólski markahrókurinn er búinn að skora 31 mark í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar.

Hann skoraði þrennu þegar Bayern vann sigur á erkifjendum sínum í Borussia Dortmund á laugardag.

Lewandowski hefur leikið sína gömlu félaga grátt í gegnum tíðina því enginn leikmaður hefur skorað meira gegn Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni. Hann er búinn að skora 19 mörk í 14 leikjum, og það er ljóst að það verður engin stytta af honum reist í Dortmund.

Hann yfirgaf Dortmund á frjálsri sölu til að fara til Bayern árið 2014.


Athugasemdir
banner