Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. mars 2021 19:51
Victor Pálsson
Marek Hamsik í Gautaborg (Staðfest)
Mynd: Gautaborg
Marek Hamsik hefur skrifað undir samning við Gautaborg í Svíþjóð en þetta staðfesti sænska félagið í kvöld.

Þessi félagaskipti eru gríðarlega stór fyrir Gautaborg en með liðinu leikur einnig landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson.

Hamsik skrifar undir samning út tímabilið í Svíþjóð en hann vill halda sér í formi fyrir EM í sumar.

Hamsik er 33 ára gamall miðjumaður en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Napoli frá 2007 til 2019.

Árið 2019 samdi Hamsik svo við Dalian Professional í Kína og lék með liðinu til ársins 2021. Þar spilaði hann 42 leiki og gerði fjögur mörk.

Hamsik er landsliðsmaður Slóvakíu og skoraði 100 mörk í 408 deildarleikjum fyrir Napoli.
Athugasemdir
banner
banner