Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. mars 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurði Atla í hvert einasta skipti: 'Hvernig gengur í FH?'
Atli Viðar í leik með FH.
Atli Viðar í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Bjarni Jóhansson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í nýjasta þættinum af Draumaliðinu.

Þar fer Bjarni yfir þjálfaraferil sinn en hann hefur marga fjöruna sopið í þeim fræðum.

Bjarni var spurður undir lokin á þættinum hvort það væri einhver leikmaður sem hann hefði alltaf reynt að fá til sín en það hefði aldrei tekist.

„Ég held að ég hafi spurt mjög oft um Atla Viðar Björnsson," sagði Bjarni.

„Ég er búinn að hugsa þetta og mitt félag hefur oft reynt að ná í hann eða spurst fyrir um hann. Hann vann í sportvöruverslun sem var með Uhlsport þegar ég var í Stjörnunni. Maður þurfti oft að leita þangað og ég held ég hafi spurt hann í hvert einasta skipti þegar ég kom í búðina: 'Hvernig gengur í FH?' Ég held að það sé leikmaður sem ég hef oftast hugsað að myndi passa í mitt lið."

Atli Viðar ólst upp á Dalvík en gekk í raðir FH 2001 og var þar samfleytt til 2018 fyrir utan eitt tímabil í Fjölni 2007. Skórnir fóru upp á hillu hjá þessum mikla markahrók fyrir þremur árum síðan en Bjarni er í dag þjálfari Njarðvíkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner