Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. apríl 2020 19:30
Aksentije Milisic
Leikmenn Real Madrid samþykkja launalækkun
Mynd: Getty Images
Leikmenn Real Madrid hafa samþykkt að taka á sig launalækkun til loka þessa tímabils, þetta tilkynnti klúbburinn fyrr í dag.

Real Madrid kom með eftirfarandi yfirlýsingu: „Leikmenn og þjálfarar hjá bæði knattspyrnu og körfuboltaliðinu, hafa samþykkt að taka á sig launalækkun fyrir þetta ár. Lækkunin verður á milli 10-20% en það fer eftir því hvort tímabilið 2019-2020 nær að klárast."

Ef tímabilið fer aftur í gang og klárast, þá verður launalækkunin einungis 10%. Ef tímabilið verður hins vegar flautað af verður lækkunin 20%.

La Liga var stoppuð þann 12.mars síðastliðin vegna kóróna veirunnar. Enn er óljóst hvernig framhaldið verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner