Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. apríl 2020 21:30
Aksentije Milisic
Silvestre: Hugur Pogba er ekki lengur hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Mikael Silvestre, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að hugur Paul Pogba sé ekki lengur hjá félaginu. Pogba hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á öðrum degi jóla.

Pogba er að jafna sig eftir aðgerð á ökkla en hann hefur mikið verið í fréttunum í vetur fyrir athæfi sín utan vallar.

Þessi 27 ára gamli frakki var nálægt endurkomu í lið United áður en tímabilið var stöðvað vegna kóróna veirunnar. Silvestre hitti Pogba fyrir ekki svo löngu síðan og sagði að honum sýnist sem svo að hugur Pogba sé ekki lengur hjá United.

„Ég hitti hann áður en tímabilið var stöðvað. Hann virtist ánægður. Hann er hluti af liðinu og ef hann verður áfram þá verða engin vandræði," sagði Silvestre.

„Við verðum að bíða og sjá til en mér sýndist sem að hugur hans sé ekki lengur hjá félaginu."

Áður en tímabilið var stöðvar hafði United spilað ellefu leiki án taps í öllum keppnum og unnið átta af þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner