Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 08. maí 2021 14:10
Aksentije Milisic
Mourinho fær sitt eigið ísbragð í Róm
Ítalir hafa tekið vel í þær fregnir að Jose Mourinho sé aftur að mæta í Serie A deildina.

Mourinho tekur við AS Roma eftir tímabilið og nú er fólk á Ítalíu strax byrjað að heiðra Portúgalann. Hann hefur fengið sitt eigið ísbragð sem heitir „Sá Sérstaki".

Ísinn er lýstur sem „andi af fersku lofti, gleði og orku!" Sá sérstaki er með sítrónu bragði sem er blandað saman við hvítt súkkulaði.

Einnig er búið að mála veggmynd af Mourinho í Róm og því ljóst að margir bíða spenntir eftir komu hans.


Athugasemdir
banner