Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 16:03
Aksentije Milisic
Spánn: Atletico sáttara liðið eftir jafntefli í Barcelona
Luis Suarez og Lionel Messi.
Luis Suarez og Lionel Messi.
Mynd: EPA
Stórleikur umferðarinnar á Spáni fór fram í dag en þá áttust við tvö efstu lið deildarinnar, Barcelona og Atletico Madrid.

Toppbaráttan á Spáni er gífurlega spennandi og því um mjög mikilvægan leik að ræða. Atletico Madrid var með tveimur stigum meira en Börsungar fyrir leikinn í dag.

Leikurinn var nokkuð fjörugur þrátt fyrir að mörkin hafi vantað. Atletico Madrid fékk tvö fín færi í fyrri hálfleiknum og þá átti Lionel Messi magnaðan sprett og fínt skot sem Jan Oblak varði meistaralega í horn.

Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Bæði lið sóttu og var leikurinn mjög opinn á ákveðnum tímapunkti. Ousmane Dembele fékk algjört dauðafæri þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en hann skallaði knöttinn yfir markið.

Barcelona var líklegra liðið til að skora undir restina en allt kom fyrir ekki. Liðin skilja því jöfn og er Atletico Madrid því enn með tveggja stiga forystu á Barcelona.

Real Madrid mætir Sevilla á morgun og vinni liðið þann leik fer það á toppin og verður með málin í sínum höndum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Þá skildu Alaves og Levante jöfn 2-2 fyrr í dag.

Barcelona 0 - 0 Atletico Madrid

Alaves 2 - 2 Levante
1-0 Pere Pons ('30 )
1-1 Jose Luis Morales ('36 )
1-2 Jose Luis Morales ('42 )
2-2 Joselu ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner