Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 08. júní 2018 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Rabbi: Við þurfum klárlega að gera betur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Njarðtaksvöllurinn ætlar að reynast Njarðvíkingum erfiður í sumar en enn og aftur urðu Njarðvíkingar að horfa á eftir stigum renna frá sér á loka mínútum leiks á heimavelli sínum. „Við erum komnir í 2-0 stöðu og það er betra en við höfum verið með í síðustu leikjum og að hafa ekki klárað það er sárt." Sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  2 Fram

Njarðvíkingar voru meira og minna betri aðilin í kvöld og nánast með unninn leik í höndum sér fram að 75.min en fram að því var ekkert sem benti til þess að Fram tæki eitthvað úr leiknum.
„Þetta er svekkjandi, bara eins og við höfum talað um í síðustu heimaleikjum að þá er svekkjandi að tapa stigum í lokin."

Aðspurður hvort Fram hefði komið þeim eitthvað á óvart í leiknum í kvöld var svarið nei.
„Nei ekkert þannig, þeir eru að spila nákvæmlega eins og þeir hafa verið að spila áður þannig það var ekkert óvænt í því ."

Njarðvíkingar fara í breiðholtið í næstu umferð og heimsækja þar ÍR.
„Það er alltaf gaman að koma í breiðholtið, svo það verður bara gaman, við mætum bara ferskir og klárir í þann leik, við erum góðir á útivöllum og það eru þrír útileikir í röð framundan þannig við ættum að getað halað inn stigum þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner