
„Stemningin í hópnum er góð og spennan er mikil," sagði Sif Atladóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í vikunni en liðið mætir Slóveníu í mikilvægum leik í undankeppni HM á mánudaginn.
Ísland getur endurheimt toppsætið í undankeppni HM með sigri á mánudaginn.
Ísland getur endurheimt toppsætið í undankeppni HM með sigri á mánudaginn.
Hin 32 ára gamla Sif hefur farið á EM með íslenska landsliðinu en það er draumur hjá henni að komast líka á HM.
„Maður stefndi alltaf að því að komast á EM og það væri draumur að komast á HM líka. Þetta verður flottur leikur á mánudaginn og svo sjáum við til."
Sif hefur byrjað tímabilið vel með Kristianstad í Svíþjóð.
„Það hefur gengið vel. Við erum að spila skemmtilegan bolta og hala inn stigum. Það er bara gleði gleði," sagði Sif létt í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir