Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 08. júní 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Hefur engan áhuga á að fara á EM með U21 landsliðinu
Mynd: Getty Images
Moise Kean hefur yfirgefið æfingabúðir ítalska landsliðsins en Tuttosport segir að þessi sóknarmaður Juventus hafi ekki áhuga á að spila með U21 landsliðinu á EM.

Hann var einn leikmanna sem færðir voru úr A-landsliðinu niður í U21 landsliðið til að taka þátt í lokakeppni EM sem hefst í þessum mánuði.

Sandro Tonali leikmaður Milan og Giorgio Scalvini varnarmaður Atalanta voru klárir í að hjálpa U21 liðinu á mótinu en Kean hafði engan áhuga og var sagt að hann gæti þá alveg eins farið heim.

Kean hefur áður verið með agavandamál í landsliðsverkefnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner