Sergio Rico hefur verið vakinn úr dái en er ennþá þungt haldinn eftir afar slæmt slys sem átti sér stað fyrir ellefu dögum á Spáni. Rico datt af hestbaki og fékk spark í hausinn í kjölfarið og ákváðu læknar að setja hann í dá þegar komið var á spítalann.
Rico var haldið í dái í rúma viku en er núna með meðvitund þó hann sé ennþá í hættuástandi á gjörgæsludeild.
Rico er varamarkvörður Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain og fékk leyfi frá félaginu til að taka þátt í árlegri 'El Rocio' pílagrímsferð í Sevilla.
Það er sérhæft læknateymi sem sér um Rico á spítalanum og er Alba Silva, eiginkona Rico, bjartsýn á framtíðina.
„Líðan hans er að skána hægt og rólega. Við treystum sérfræðingunum í læknateyminu fullkomlega," segir Alba Silva meðal annars.
Sjá einnig:
Markvörður PSG illa haldinn eftir að hafa dottið af hestbaki
Fékk kröftugt spark í höfuðið - Næstu 48 klukkustundir skipta miklu máli
PSG hætti við viburð af virðingu við Sergio Rico
Spila með nafn Sergio Rico á bakinu