Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fim 08. júní 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá þurfi hún að vera á landsliðskalíberi og Berglind er þar"
watermark Berglind Rós Ágústsdóttir í landsleik.
Berglind Rós Ágústsdóttir í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Valur fagnar sigri í sumar.
Valur fagnar sigri í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í þessari viku að Berglind Rós Ágústsdóttir væri gengin í raðir uppeldisfélags síns, Vals, eftir að hafa spilað með Sporting Huelva í efstu deild á Spáni í nokkra mánuði.

Berglind gekk í raðir Sporting de Huelva á Spáni í janúar eftir að hafa í tvö tímabil á undan leikið með Örebro í Svíþjóð. Hún spilaði 13 leiki á tímabilinu sem er núna búið og skoraði eitt mark.

Berglind, sem getur spilað flestar stöður á vellinum, var með tilboð frá Breiðabliki og Val en hún valdi uppeldisfélag sitt. Einnig var áhugi á henni erlendis en hún kaus að koma heim.

„Það verður gaman að sjá hvaða hlutverk hún á að taka þar," sagði Mist Rúnarsdóttir þegar rætt var um þessi félagaskipti í Heimavellinum.

„Það verður mjög spennandi. Hún styrkir Valsliðið mikið," sagði Jón Stefán Jónsson í þættinum.

„Já, klárlega. Þær voru ekki með fullan bekk í gær, voru bara sex. Viðtalið góða við Pétur um daginn, þær voru ekki með fullan bekk þar. Þær máttu alveg við því að fá inn leikmann, frábæran leikmann," sagði Elíza Gígja Ómarsdóttir.

Berglind er gríðarlega öflugur leikmaður sem á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Ísland.

„Við vorum akkúrat að tala um það fyrr í sumar að ef Valsliðið ætlar að fá inn leikmann sem styrkir liðið þá þurfi hún að vera á landsliðskalíberi og Berglind er þar," sagði Mist og tók Jón Stefán undir það.

„Hún er þar, hún styrkir þetta lið. Ég er líka bara ánægður að Valsararnir hafi tekið þá áhættu - ef svo má segja - að vera ekki með fullmannaðan bekk en vera að láta stelpur vera að spila út um allar trissur á láni. Þau eru að hugsa um framtíðina," sagði Jón Stefán en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Það þarf að þora til að skora
Athugasemdir
banner
banner
banner