Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 08. júlí 2020 23:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Hvað var vafasamt?
Sáttur með sína menn í dag
Sáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í kvöld áttust við Breiðablik og FH á Kópavogsvelli í rosalegum leik í 5. umferð Pepsi-Max deildar karla þar sem leikar enduðu 3-3 og fóru bæði lið með eitt stig úr þessum dramatíska leik.

„Mér fannst þetta vera fjörugur leikur, sveiflaðist aðeins, við náum forystu, þeir komast yfir og mér fannst vera seigla í okkur að jafna þetta, við fengum færi í lokin sem við hefðum getað nýtt, Blikarnir fengu líka færi, ég hafði það á tilfinninguni að bæði lið hefðu getað tekið stigin þrjú," sagði Ólafur Kristjánsson, eftir leik kvöldsins.

Kristinn Steindórsson fyrrum leikmaður FH skoraði gegn sínum gömlu félugögum eftir að hafa ekkert skorað þegar hann var í röðum FH, hvað hafði Óli að segja við því?

„Mér fannst ekkert sérstakt að sjá hann skora gegn okkur en ég er himinnlifandi að honum gangi vel, ég hef þekkt hann síðan hann var 16 ára gamall og finnst hann frábær í fótbolta, það er góð fyrirsögn að setja á axlirnar á mér að hann hafi ekki skorað í FH en fúlt að sjá hann skora í dag."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 FH

Hvað hafði Óli að segja um þessi tvö vafasömu mörk sem FH skora?

"Hvað var vafasamt við það? Nei hann var ekkert útaf, Jónatan fer bara fram fyrir og nær honum, við erum búin að vera sjá svo mikið af allskonar atriðum en það er bara fínt þá höfum við einhvað að tala um milli leikjanna."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner