Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. júlí 2022 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Ásmunds lánaður í Fylki (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur ákveðið að lána Emil Ásmundsson frá sér og er Emil kominn með leikheimild hjá uppeldisfélagi sínu Fylki.

Emil gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2020 frá einmitt Fylki en lenti í mjög erfiðum meiðslum á undirbúningstímabilinu - sleit krossband og var frá allt tímabilið.

Emil sneri til baka snemma árs 2021 en meiddist aftur á liðþófa fyrir tímabilið og sneri ekki til baka fyrr en í september og kom þá við sögu í tveimur leikjum.

Í sumar hefur hann ekkert spilað vegna meiðsla en er nú mættur í Fylki sem spilar í Lengjudeildinni. Emil er 27 ára miðjumaður sem var á mála hjá Brighton á Englandi á árunum 2013-16.

Fylkir er í 2. sæti Lengjudeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Þór á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner