

Grótta 1 - 0 HK
1-0 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('55)
1-0 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('55)
Grótta tók á móti HK í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og var staðan markalaus eftir baráttumikinn fyrri hálfleik.
Lovísa Davíðsdóttir Scheving tók forystuna fyrir heimakonur í Gróttu á 55. mínútu leiksins og tókst Seltirningum að halda forystunni þrátt fyrir tilraunir HK til að jafna metin.
Lokatölur urðu því 1-0 fyrir Gróttu og er aðeins eitt stig sem skilur liðin að á stöðutöflunni eftir þessa viðureign.
Það er ótrúlega stutt á milli liða í Lengjudeildinni í ár, en Grótta hoppar upp um fimm sæti með þessum sigri - úr 8. sæti upp í 3. sæti með 15 stig eftir 9 umferðir.
HK dettur niður í fimmta sæti og situr þar með 14 stig eftir 10 umferðir.
Athugasemdir