Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alexis Sanchez á leið til Marseille
Alexis Sanchez
Alexis Sanchez
Mynd: EPA
Sílemaðurinn Alexis Sanchez mun ganga í raðir franska félagsins Marseille á næstu dögum.

Sanchez er 33 ára gamall og verið á mála hjá Inter síðustu þrjú tímabil.

Hann kom á láni til Inter frá Manchester United árið 2019 og gerði síðan skipti sín varanleg ári síðar.

Sóknarmaðurinn öflugi er ekki í plönum Simone Inzaghi hjá Inter og hefur hann því síðustu daga unnið í því að rifta samningi sínum.

Fabrizio Romano segir að Sanchez sé þegar búinn að ákveða næsta áfangastað en hann gengur til liðs við Marseille í Frakklandi. Sanchez mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Marseille hafnaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og mun því spila í Meistaradeildinni. Sanchez verður 12. leikmaðurinn sem Marseille fær í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner