Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Sancho getur spilað allar sóknarstöðurnar
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho lék sem fremsti maður í 3-0 tapi Manchester United í æfingaleik gegn Liverpool á dögunum. Sancho og Erik ten Hag hafa grafið stríðsöxina og sóknarmaðurinn leikið með Rauðu djöflunum á undirbúningstímabilinu.

Paris Saint-Germain hefur sýnt honum áhuga en samkvæmt nýjustu fréttum hefur ekki komið formlegt tilboð frá Frakklandsmeisturunum. Svo gæti farið að Sancho verði með United á komandi tímabili.

United mætir grönnum sínum í City í hinum árlega leik um Samfélagssskjöldinn á laugardaginn. Ten Hag sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag í tilefni leiksins og var spurður út í hlutverk Sancho innan liðsins.

„Jadon getur spilað í öllum sóknarstöðunum, hann er kostur í fleiri en eina stöðu. Það fer eftir því hvernig þú stillir upp liðinu. Jadon er með kosti sem geta nýst á mismunandi hátt eftir andstæðingum og okkar uppleggi," svaraði Ten Hag.

Mount hefur átt gott undirbúningstímabil
Enski miðjumaðurinn Mason Mount var ekki áberandi á síðasta tímabili, meðal annars vegna meiðsla. Ten Hag tjáði sig einnig um Mount á fréttamannafundinum.

„Við vitum að hann er leikmaður í háum gæðaflokki. Síðasta tímabil var erfitt fyrir hann vegna meiðsla en nú hefur hann átt gott undirbúningstímabil. Hann mun skila einhverju til liðsins ef hann helst heill," sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner