Manchester United gæti verið án sex varnarmanna í leiknum gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn sem fram fer á laugardag. Allt síðasta tímabil voru mikil meiðslavandræði hjá varnarmönnum United og þetta er framhald af því.
Nýi maðurinn Leny Yoro verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla og miðvörðurinn ungi Will Fish varð fyrir liðbandameiðslum í 3-0 tapinu gegn Liverpool í æfingaleik um síðustu helgi.
Á fréttamannafundi í dag staðfesti Erik ten Hag svo að fjórir varnarmenn til viðbótar væru tæpir með að geta spilað á Wembley.
Nýi maðurinn Leny Yoro verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla og miðvörðurinn ungi Will Fish varð fyrir liðbandameiðslum í 3-0 tapinu gegn Liverpool í æfingaleik um síðustu helgi.
Á fréttamannafundi í dag staðfesti Erik ten Hag svo að fjórir varnarmenn til viðbótar væru tæpir með að geta spilað á Wembley.
Það eru miðverðirnir Harry Maguire og Victor Lindelöf og bakverðirnir Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw. Enginn af þeim fjórum sáust á æfingu United í gær.
Jonny Evans og Lisandro Martínez gætu orðið einu leikfæru miðverðirnir hjá United sem eru með aðalliðsreynslu.
Leikur Manchester United og Manchester City verður klukkan 14 á laugardag.
Athugasemdir