Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 08. september 2018 09:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður baulað á Shaqiri og aðra leikmenn Sviss?
Icelandair
Shaqiri tekur hér fagnið.
Shaqiri tekur hér fagnið.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka. Hann tók líka fagnið á HM.
Granit Xhaka. Hann tók líka fagnið á HM.
Mynd: Getty Images
Blaðamannafundur hjá Sviss fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni fór fram síðdegis í gær. Sviss og Ísland mætast í dag.

Á fundinum fengu svissneskir blaðamenn að spyrja þjálfarann Vladimir Petkovic og miðvörðinn Fabian Schar spjörunum úr. Íslenskir blaðamenn fengu líka svör við því sem þeir vildu vita.

Það hefur verið nokkur ólga í kringum svissneska liðið eftir HM þar sem stærstu stjörnurnar í liðinu, þeir Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, og Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, fögnuðu á mjög svo umdeildan hátt.

Xhaka og Shaqiri eru báðir Kosóvó-Albanar en þeir fögnuðu mörkum sínum með því að mynda fugl með höndunum, tvíhöfða örn sem prýðir albanska fánann.

Þetta gerðu þeir gegn Serbíu á HM, en Serbía hefur átt í slæmu sambandi við Albaníu í gegnum árin og Kosóvó er ein af ástæðunum fyrir því. Serbía neitar að viðurkenna Kosóvó sem sjálfstætt ríki en í Kosóvó býr mikið af fólki með albanskan uppruna.

Fjölskyldur Xhaka og Shaqiri flúðu til Sviss frá Kosóvó vegna stríðs þar í landi. Í stríðinu létust margir Albanir fyrir hendi serbneskra öryggissveita.

Serbar voru ekki ánægðir með fögn tvímenningana og kölluðu eftir því að þeir færu í bann.

Þetta fagn átti að vera skilaboð til Serbíu, en það gæti líka haft áhrif á stuðningsmenn Sviss. Óttast er að þeir láti í sér heyra á St. Gallen og bauli jafnvel á Shaqiri, Xhaka og aðra leikmenn Sviss. Andrúmsloftið gæti orðið rosalegt, en stuðningsmennirnir í St. Gallen eru þekktir fyrir það að láta vel í sér heyra og ef leikurinn fer ekki með Sviss, þá verður líklega baulað stíft og ekki bara á Shaqiri eða Xhaka.

Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss, sagði á blaðamannafundi ekki vita hvernig móttökurnar yrði, það myndi koma í ljós. Fabian Schar, sem leikur með Newcastle, sagði: „Við leikmennirnir erum ánægðir að vera hérna."

Sviss hefur það með sér að liðið hefur aðeins tapað einu sinni á í St. Gallen í níu leikjum síðan 2008. Vonandi kemur annað tapið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner