þri 08. september 2020 16:15
Elvar Geir Magnússon
James: Vona að ég komi með meiri gæði og bæti spilið
Allan og James Rodriguez á æfingu í dag.
Allan og James Rodriguez á æfingu í dag.
Mynd: Getty Images
Everton tilkynnti í gær um kaup á James Rodriguez en Kólumbíumaðurinn æfði í fyrsta sinn með félaginu dag og sýndi flott tilþrif.

Þessi 29 ára Kólumbíumaður er frægastur fyrir það afrek sitt að vinna gullskóinn á HM 2014. Everton er þriðja félagið þar sem hann starfar undir stjórn Carlo Ancelotti en hann gerði það hjá Real Madrid og Bayern München.

„Ég er sigurvegari, alvöru sigurvegari. Ég er sannfærður um að við getum átt frábært tímabil," sagði James við heimasíðu Everton.

„Við erum með leikmannahóp sem er fullur af hæfileikum og toppleikmönnum. Með þeim styrkingum sem hafa átt sér stað í glugganum tel ég að við verðum enn sterkari."

„Ég geri mér grein fyrir því að fólk hefur lagt mikið á sig til að fá mig hingað. Ég spila fyrir liðið og legg mig allan fram. Ég vonast til þess að koma með meiri gæði og vonandi stuðla að því að liðið spili betri fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner