mán 07. september 2020 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Everton búið að kaupa James Rodriguez (Staðfest)
Ancelotti þjálfaði James hjá Real Madrid. Hann þjálfaði einnig Allan hjá Napoli.
Ancelotti þjálfaði James hjá Real Madrid. Hann þjálfaði einnig Allan hjá Napoli.
Mynd: Getty Images
Everton er búið að staðfesta félagaskipti James Rodriguez til félagsins. Everton er talið borga 20 milljónir punda fyrir þennan landsliðsmann Kólumbíu.

James kemur til Everton úr röðum Real Madrid, en spænska stórveldið borgaði rúmlega 60 milljónir punda fyrir James sumarið 2014 og var hann þá fjórði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur miklar mætur á James og var við stjórnvölinn hjá Real þegar hann var keyptur.

James er mikill gæðaleikmaður og spilaði 67 leiki á tveggja ára láni hjá Bayern München. Auk þess er hann lykilmaður í sterku landsliði Kólumbíu, þar sem hann hefur skorað 22 mörk í 76 leikjum.

James er annar miðjumaðurinn sem Everton fær í september eftir að gengið var frá félagaskiptum Allan. Þá er Abdoulaye Doucouré einnig á leið til félagsins til að fullkomna miðjuna, en ólíklegt er að Gylfi Þór Sigurðsson verði með sæti í liðinu á næstu leiktíð.

James, sem er 29 ára, skrifar undir tveggja ára samning við Everton með möguleika á eins árs framlengingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner