Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Ollie Watkins að verða dýrastur í sögu Aston Villa
Mynd: Getty Images
Aston Villa er nálægt því að kaupa framherjann Ollie Watkin frá Brentford.

Kaupverðið hljóðar upp á 28 milljónir punda en fimm milljónir gætu bæst við í bónusgreiðslum síðar meir.

Watkins verður þar með dýrastur í sögu Aston Villa en fyrra metið átti Wesley Moraes sem kostaði 22 milljónir punda þegar hann kom frá Club Brugge í fyrra.

Watkins skoraði 26 mörk með Brentford á síðasta tímabili en liðið tapaði gegn Fulham í umspili um að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Aston Villa ákvað að snúa sér að Watkins eftir að hafa tapað gegn Newcastle í baráttunni um Callum Wilson.
Athugasemdir
banner
banner
banner