Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fótboltamenn skilja fótboltamenn"
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak fékk ósk sína uppfyllta á gluggadeginum þegar hann gekk í raðir Liverpool fyrir 130 milljónir punda.

Þetta lá lengi í loftinu en Isak neitaði að spila og æfa með Newcastle í margar vikur þar sem Liverpool vildi fá hann.

Sögur voru um að hegðun Isak hefði skapað rifrildi í búningsklefanum hjá Newcastle en landi hans, Emil Krafth, segir það ekki satt. Hann spilar fyrir Newcastle.

„Það voru margir sem vildu sjá Alex halda áfram með liðinu, en þú skilur hvernig fótbolti virkar. Ég óska honum alls hins besta. Fyrir mig er Alex ekki bara fótboltamaður, heldur líka náinn vinur," segir Krafth.

„Fjölmiðlar skrifuðu um að það væru rifrildi í búningsklefanum en það er ekki satt. Fótboltamenn skilja fótboltamenn."
Athugasemdir
banner
banner