Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saga Rooney sýnir hversu grillaður Van Gaal er
Rooney í leik með Manchester United.
Rooney í leik með Manchester United.
Mynd: EPA
Wayne Rooney segir að það hafi verið skemmtilegt að vinna með Louis van Gaal þegar Hollendingurinn kom til Manchester United. Van Gaal stýrði United frá 2014 til 2016 og átti hann gott samband við Rooney.

Í hlaðvarpi sínu sagði Rooney skemmtilega sögu af Van Gaal en eins og flestir fótboltaaðdáendur vita þá er Hollendingurinn vægast sagt áhugaverður karakter.

„Ég elskaði hann, svo fyndinn náungi," sagði Rooney um Van Gaal.

„Í fyrsta sinn sem hann hitti Coleen (eiginkonu Rooney) þá borðuðum við hádegismat allir leikmennirnir, eiginkonur, kærustur og starfsfólk."

„Hann kom upp að Coleen, í fyrsta sinn sem hann var að hitta hana, og sagði: 'Börnin þín, þau eru mjög lík pabba sínum'. Hún játaði því og þá sagði hann: 'Hann er með mjög sterkt sæði'. Það var í fyrsta sinn sem hann hitti hana!"

Rooney hafði gaman að þessu og segir að Van Gaal hafi verið öðruvísi en aðrir þjálfarar. Hann hafi kunnað mjög vel við hann sem manneskju og lært gífurlega mikið af honum.
Athugasemdir